Æsir er stuttmyndafélag sem starfar innan Verkmenntaskólans. Hugmyndin af þessum hópi kviknaði þegar verið var að klippa viðtöl sem tekin voru á söngkeppni VMA það árið. Öll árin áður hafði þetta alltaf verið þannig að ákveðinn hópur var fenginn í að taka upp stærstu viðburðina og oft var vesen að manna tökulið. Með tilkomu hópsins breyttist þetta því þar var kominn hópur sem hefur tilgang að taka upp viðburði. Þar ofan á myndi hópurinn taka upp ýmislegt fleira til að vera virkari. Hópurinn var stofnaður vorið 2015.

 

Formaður

 Hákon Logi Árnason

 

Varaformaður

 

 

Meðstjórnandi

 

 

Ritari