Undirbúningur er í fullum gangi
Undirbúningur er í fullum gangi

Leikfélag VMA er í fullum undirbúningi að setja upp söngleikinn Bjart með köflum. Frumsýning er 25. febrúar í Freyvangsleikhúsinu.

Bjart með köflum er skemmtilegur söngleikur með þekktri tónlist frá hippatímabilinu.

Sagan gerist í íslenskri sveit í kringum 1970 og segir frá Jakob sem alinn er upp á mölinni en fær ekki vinnu um sumarið og ræður sig sem vinnumann í sveit. Þar mæta honum ýmsar undarlegar aðstæður. Það er ekkert rafmagn á bænum sem hann býr á, amman sefur í líkkistu og móðirinn á næsta bæ er geðbiluð. Á bænum sem Jakob er ráðinn á er ung stúlka sem hann verður ástfanginn af en á næsta bæ er önnur stúlka sem er líka álitleg. Báðar keppast þær um að ná stráknum af mölinni í sína arma og nú verður Jakob að velja á milli.

Tónlistin í söngleiknum er frá þeim tíma sem sögusviðið er. Þar eru lög eins og Glugginn, Ég elska alla, Slappaðu af, Undarlegt með unga menn og Söknuður. Leikstjóri er Pétur Guðjónsson.

Miðasala er hafinn á tix.is, í Eymundsson og í síma 4611212 alla daga á milli 17 og 19.

Tryggið ykkur miða í tæka tíð!

 

Linkur á miðasöluna á tix.is:           https://tix.is/is/event/2507/bjart-me%C3%B0-koflum/