Þann 11. apríl munu söngfuglar VMA koma fram á Gryfjutónleikunum sem hefjast kl 20:00 og er frítt inn.

Tónlistarfélagið Þrymur stendur fyrir þessum tónleikum og eru þau búin að standa sig frábærlega. En maðurinn sem kom þessu öllu saman er hann Friðrik Páll. Hann er búin að vinna hörðum höndum í að gera geðveikt line-up fyrir kvöldið og á hann mikinn heiður á þessum tónleikum.

Kynnar kvöldsins verða þau Díana og Freysteinn og munu þau halda stemningunni uppi á milli atriða. 

Hljómsveitin er heimahljómsveit VMA en í henni eru fimm myndarlegir piltar, þeir Ágúst Máni, Jóel Örn, Ólafur Anton, Styrmir Þeyr og Valur Freyr. Þessir piltar eru búnir að vera æfa eins og herforingjar síðustu vikur enda gefa þeir ekki minna en 110% í verk sitt. 

Fram munu koma  Anton Líni, Ásrún Ásta, Embla Björk, Embla Sól, María Björk, Særún Elma og Örn Smári

Allir sem komu að þessum tónleikum hafa verið að æfa og æfa dögum saman og hafa æfingar verið að ganga fram að nóttu, en þrátt fyrir smá svefnleysi þá ætla sér allir að komast áfram og færa ykkur tónleika sem þið munuð ekki gleyma.