Fyrir utan Síðuskóla á árshátíðarkvöldið
Fyrir utan Síðuskóla á árshátíðarkvöldið

Þriðjudaginn 28. febrúar fór fram árshátíð VMA 2017 sem stjórn Þórdunu nemendafélags VMA 2016-17 skipulagði og setti upp. 

Árshátíðin hófst með borðhaldi og á boðstólnum var lambalæri ásamt meðlæti sem veisluþjónustan á Dalvík eldaði með stakri prýði. Auddi og Steindi veislustýrðu árshátíðinni sem fór fram í Íþróttahúsinu við Síðuskóla en á borðhaldið mættu um það bil 400 manns. 

Á dagskránni var ræða Sigríðar Huld, skólameistara, Byrgið - árshátíðarmyndband Æsir, Sindri Snær Konráðsson tók lagið en hann er sigurvegari Sturtuhausins, söngkeppni VMA, ræða Kristjáns Blæ formann nemendafélagsins Þórdunu ásamt því að Auddi og Steindi voru með krýningu á Herra, ungfrú, íþróttamann og fyllibyttu VMA og tóku tvö lög Djamm í kvöld og Springum út til að hita upp mannskapinn fyrir ballið.

Á ballið mættu yfir 200 manns í viðbót þar sem KÁ-AKÁ byrjaði með trompi og GKR, Bent og Blaz Roca fylgdu í kjölfarið með frábærri stemmingu og látum. Síðan endaði Páll Óskar ballið og kláraði gjörsamlega alla orku sem til var í húsinu og munaði engu að stjórn Þórdunu ásamt því teymi sem hjálpaði til mættu fara í viðgerðir á þakinu eftir ballið.

Stjórn Þórdunu vill koma á fram færi þökkum til þeirra sem mættu og gerðu þessa árshátíð hreint út sagt frábæra.

Einnig langar stjórn að þakka öllum þeim fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra sem lögðu þessu lið.

Jói, Ólöf og Hulda í Síðuskóla og annað starfsfólk

Gunni Mall og Sara í íþróttahúsinu í Síðuskóla

Aðalsteinn Sigurgeirsson

Valgeir Andri Ríkarðsson

Axel Þórhallsson

Bernharð Sveinsson

Helgi Steinar Halldórsson

Stefán Jón Pétursson

Einar Örn Gíslason

Ágúst Örn Pálsson hjá Exton

Exton

Ölgerðin

Hreggviður hjá Ölgerðinni

Ari og Edda á Matvælabraut

Nemendur á matvælabraut

Páll Óskar

Auðunn Blöndal og Steinþór Hróar

Erpur Eyvindarson

Ágúst Bent

Dóri Ká

Gæi

Hjálmar Örn

GKR

Ásprent

Árni Hrafn hjá Mid-Atlantic

Jón í Brekkuskóla

Guðmundur í Giljaskóla

ORA

Flugfélag Íslands

Hótel Kjarnalundur

Hótel Íbúðir

Gula Villan

Karlakór Siglufjarðar

Gústaf hjá Veisluþjónustu Dalvíkur

Bakaríið við brúna

Bílaleiga Akureyrar

Samskip

Óskar hjá Samskip

Hókus pókus

HS kerfi

Lífland

Tómas Jónsson

Skólafélagið Huginn  

Allir þeir nemendur sem hjálpuðu okkur að setja upp fyrir árshátíðina og taka til eftir hana í bæði skiptin

Og allir sem við erum að gleyma