Knattspyrnumót Stuttbuxnaklúbbsins fór fram á KA-svæðinu í kvöld með prompi og prakt. Mörg mörk voru skoruð eða alls 102 mörk í 16 leikjum. Það má segja að markmenn hafi ekki verið í aðalhlutverki á mótinu.
Leikið var í formi 16 liða útsláttakeppnar þar sem mun færri lið komust að en vildu.
Eftir mikla spennu allt frá 16 liða úrslitum enduðu KA Boys og Dream Team í úrslitum. Í þeim leik byrjaði Dream Team betur og komst í 3-0 eftir stuttan tíma en KA Boys komu sér aftur inní leikinn og jöfnuðu. Staðan var jöfn allt þar til að lokaflautið gall fallega af flautuleikaranun Davíð Almari sem var dómari leiksins. Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni þar sem var ennþá jafnt eftir 3 spyrnur, var bráðabani og endaði hann ekki fyrr en staðan var orðin 7-8 fyrir Dream Team. Eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni varð ljóst að Dream Team séu meistarar knattspyrnumóts Stuttbuxnaklúbbsins 2015.
Greinilegt að á mótinu voru sýndir miklir hæfileikar. Eftir mótið var greint frá því að tvíburabræður Nökkvi Þeyr og Þorri Mar Þórissynir væru á leiðinni út til Hannover og alveg greinilegt að spæjari frá Hannover var staddur á mótinu.
Enda mótið oft kallað Mekka fótboltans.
http://www.mbl.is/sport/efstadeild/2015/10/08/tviburabraedur_til_hannover/
Hér eru öll úrslit mótsins.
16 liða úrslit:
Skósveinar 3-0 Kuntunum
FC Ágúst 4-1 Sveitt Rassgat
Gums 3-1 LOL
Dream Team 7-3 Úlfur Úlfur og Co
KA Boys 2-0 Heminem
FC Sjomlar 3-0 Kynæsandi fröllur
Team Vangefnir 4-2 Mottan
John Guidetti 4-1 Macintosh
8 liða úrslit:
Dream Team 5-3 Gums
Skósveinar Haralds 0-6 FC Ágúst
KA Boys 5-1 FC Sjomlar
Team Vangefnir 4-3 John Guidetti
Undanúrslit:
Dream Team 3-2 FC Ágúst
KA Boys 4-1 Team Vangefnir
Leikurinn um 3. sætið:
Team Vangefnir 4-2 FC Ágúst
Úrslitaleikurinn:
KA Boys 3-3 Dream Team
7-8 eftir vítaspyrnukeppni fyrir Dream Team
Mótstjórn og stjórn Stuttbuxnaklúbbs VMA þakkar öllum sem komu nálægt þessu Ölgerðin, Sambíó, MS og að sjálfsögðu keppendur.