Elísa sigurvegari Sturtuhausins 2016
Elísa sigurvegari Sturtuhausins 2016

Á fimmtudagin, 18.febrúar, fór fram fyrsta keppni Sturtuhaussins - Söngkeppni VMA en hún var haldin í Hofi.  21 atriði tóku þátt í ár en það var Elísa Ýrr Erlendsdóttir sem bar sigur úr býtum með lagið  You know I‘m no good með Amy Winehouse. 

Í dómnefnd sátu Erna Hildur Gunnarsdóttir, Hjalti Jónsson og Magni Ásgeirsson. Kynnar voru kennararnir Börkur Már Hersteinsson og Hannesína Scheving og stóðu þau sig með stakri prýði.

Það voru síðan Anton Líní Hreiðarsson með frumsamið lag, Friendship, sem varð í öðru sæti og Sindri Snær Konráðsson sem varð í þriðja sæti með lagið Dimmar rósir meðTöturum.

Vegna ákvörðun stjórnar Þórdunu að draga sig úr Söngkeppni framhaldsskólana vegna fyrirkomulags hennar, mun Elísa koma fram á jólatónleikum Friðriks Ómars í Hofi í desember næstkomandi í staðinn sem er enga síður stór stökkpallur.

Stjórn Þórdunu þakkar öllum fyrir komuna og öllum þeim sem lögðu sitt á mörkum að gera keppnina að því sem hún var.