Breyting hefur verið gerð á stjórn Þórdunu fyrir skólaárið 2016-2017. Karl Liljendal Hólmgeirsson þurfti að stíga frá stöðu sinni sem gjaldkeri vegna anna og þökkum við Karli fyrir samstarfið og óskum honum velfarnaðar.

 

En maður kemur í manns stað. 

Sævar Jóhannesson fer í stöðu gjaldkera en hann var kosinn eignarstjóri. Victoria Rachel Moreno mótframbjóðandi Sævars í stöðu eignarstjóra í kosningunum í Apríl kemur inn í stöðu eignarstjóra og bjóðum við hana velkomna til starfa.